Menntamálaráðherra undirritar samning við Rannsóknamiðstöð Íslands
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hans Guðmundsson forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) undirrituðu í dag verkefnasamning, þar sem kveðið er á um skyldur samningsaðila vegna verkefna Rannís sem starfar skv. lögum nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir. Megintilgangur samningsins er að skýra markmið Rannís, lýsa stöðu og hlutverki miðstöðvarinnar í nýju stjórnsýsluumhverfi vísinda- og tæknimála, formfesta samskipti ráðuneytisins og Rannís auk þess að kveða á um almennar áherslur er varða stefnumótun og áætlanagerð.
Í samningi þessum eru jafnframt settar fram áherslur sem menntamálaráðuneytið óskar að fylgt verði í starfsemi Rannís og lúta að framkvæmd laga um Vísinda- og tækniráð, verkefnum vísindanefndar og öðrum verkefnum Rannís.
Samninginn í heild sinni mál nálgast á vef menntamálaráðuneytisins.
Menntamálaráðuneytinu, 27. maí 2004