Hoppa yfir valmynd
27. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Nýr biskup Íslands hefur tekið við tilsjóninni

Séra Agnes, biskup Íslands, nú tekur þú við tilsjóninni, sagði Karl Sigurbjörnsson biskup þegar hann við lok prestastefnu afhenti Agnesi M. Sigurðardóttur, nýkjörnum biskupi, lykil að Biskupsstofu og Dómkirkjunni og biskupsstaf.

Agnes M. Sigurðardóttir, nýr biskup Íslands, tekur við biskupsstaf og lyklum hjá Karli Sigurbjörnssyni biskupi sem lætur nú af embætti.
Agnes M. Sigurðardóttir, nýr biskup Íslands, tekur við biskupsstaf og lyklum hjá Karli Sigurbjörnssyni biskupi sem lætur nú af embætti.

Prestastefnan 2012 er síðasta opinbera verkefni Karls Sigurbjörnssonar sem biskups en hann tók við árið 1998 af Ólafi Skúlasyni. Á prestastefnu var að þessu sinni rætt um þjónustu kirkjunnar í síbreytilegu umhverfi, um stjórnarskrána og kirkjuna og um frumvarp til nýrra þjóðkirkjulaga.

Við upphaf prestastefnu flutti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræðu og erlendir biskupar sem voru viðstaddir biskupsvígslu síðastliðinn sunnudag fluttu ávörp. Þá flutti Karl biskup yfirlitsræðu um störf kirkjunnar á synodusárinu.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfn í lok prestastefnu í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Agnes M. Sigurðardóttir var sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis er hún var kjörin biskup. Hún hefur störf á Biskupsstofu næstkomandi mánudag.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfn í lok prestastefnu í Dómkirkjunni í Reykjavík.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta