Samráð framkvæmdastjórnar ESB um samevrópska flutninganetið
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 1. ágúst síðastliðinn almennt samráð um framkvæmd og útfærslu samevrópska flutninganetsins (Trans-European Transport Network (TEN-T). Samráðið stendur til 9. nóvember 2017.
Með samráðinu á að safna upplýsingum frá almenningi og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta um helstu vandamál og lausnir á þeim til að auðvelda framkvæmdir sem unnar eru á vegum áætlunarinnar um TEN-T. Helstu vandamálin eru vegna of mikilla krafna um formsatriði auk krafna sem þykja misvísandi.
- Nánari upplýsingar má finna á vef samráðsins