Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skoðar þörf á nýrri sýn og breyttum áherslum í málefnum barna

F.h. Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Salvör Nordal og Stella Halldórsdóttir - myndVelferðarráðuneytið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, fundaði í liðinni viku með umboðsmanni barna og fulltrúum Barnaheilla til að fjalla um málefni barna í víðu samhengi. Ráðherra vill efna til opinnar og faglegrar umræðu um það hvort þörf sé á stefnubreytingu í málefnum barna.

Ráðherra segir málefni barna vera sér hugleikin enda megi öllum vera ljóst hvað það skipti miklu máli fyrir velferð hvers og eins  barns og fyrir velgengni samfélagsins í heild þegar til framtíðar sé litið að vel sé búið að börnum og barnafjölskyldum. „Það þarf að huga sérstaklega að börnum og fjölskyldum sem eru í viðkvæmri stöðu, að veita þeim stuðning og eins að geta gripið tímanlega inní með aðstoð og úrræði þegar ljóst er að þeirra sé þörf“ segir ráðherra meðal annars.

Ráðherra ræddi hugmyndir um mögulegar kerfisbreytingar þegar hann átti fundi annars vegar með Salvöru Nordal, umboðsmanni barna ásamt Stellu Hallsdóttur lögfræðingi, og hins vegar með Ernu Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, ásamt Margréti Júlíu Rafnsdóttur, í liðinni viku.

Ráðherra hyggst efna til fleiri funda um þessi mál á næstu vikum og opna fyrir umræðu um það hvort þörf sé á að kortleggja betur aðstæður barna og barnafjölskyldna, greina betur þörfina fyrir stuðning og þjónustu og móta skýrari stefnu á þessu sviði. „Mér finnst mikilvægt að heyra jafnt sjónarmið þeirra sem starfa í kerfinu sjálfu hjá ríki og sveitarfélögum og sjónarmið notenda og félagasamtaka sem starfa í þágu barna og barnafjölskyldna“  segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.

 

F.v. Guðríður Þorsteinsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Erna Reynisdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir

Frá vinstri: Guðríður Bolladóttir, Ásmundur Einar Daðason, Erna Reynisdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta