Telur 4.600 íbúðir vanta á markað svo jafnvægi náist
Greining sjóðsins leiðir í ljós að upsafnaður mismunur á framboði og eftirspurn íbúðarhúsnæðis er um 4600 íbúðir, sé tekið tillit til þess að um 1600 íbúðir séu á hverjum tíma í skammtímaleigu til ferðamanna.
Heildarþörf á uppbyggingu á íbúðahúsnæði á næstu þremur árum eru 9000 íbúðir.
Greining sjóðsins er hluti af ítarlegri greiningu á stöðu húsnæðismála á landinu sem Íbúðalánasjóður annst fyrir aðgerðahóp um húsnæðisvandann sem fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja í. Hópurinn mun skila tillögum um úrbætur í húsnæðismálum í maí.