Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Þjónustusamningur gerður við Styrktarfélaga lamaðra og fatlaðra

Þjónustusamningurinn var undirritaður í gær og er með honum tryggð meðferð fyrir börn og ungmenni með hreyfifrávik eða fatlanir, en einnig fyrir fullorðna með ýmis konar fatlanir. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Sturla Þengilsson, undirrituðu þjónustusamninginn fyrir hönd ráðuneytisins og stjórnar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra (SLF). Samkvæmt samningnum greiðir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið rúmlega 134 milljónir fyrir þjónustuna sem SLF veita á þessu ári og tæplega 150 milljónir króna á árinu 2009 m.v. meðalverðlag ársins 2006. Er gert ráð fyrir að meðferðum fjölgi um 4200 að lágmarki á samningstímanum og að í árslok verði heildarfjöldi meðferða sjúkra- og iðjuþjálfa þannig að lágmarki 32.200.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta