Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Fíkniefnamál og þagnarskylda heilbrigðisstarfsmanna

Glæpamenn eiga ekki að renna úr greipum réttvísinnar í skjóli þagnarskyldu, sagði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, í umræðum utan dagskrá á Alþingi í dag. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, svaraði þar fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur, Samfylkingu, um aðgerðir gegn fíkniefnaneyslu og um þagnarskylduákvæði sem ná til heilbrigðisstétta. Sagði ráðherra meðal annars þetta: “Að endingu spyr háttvirtur 1. þingmaður Sunnlendinga um viðhorf ráðherra til þagnarskyldu heilbrigðisstétta, þegar um er að ræða smygl á eiturlyfjum sem borin eru til landsins innvortis. Svarið við þeirri spurningu er einfalt. Við þær aðstæður á að víkja þagnarskylduákvæðum til hliðar. Við getum ekki búið til kerfi þar sem glæpamenn renna úr greipum réttvísinnar í skjóli þagnarskyldu, sem hugsuð er í allt öðrum tilgangi en að hylma yfir með þeim sem brjóta lög, og ég verð að segja, virðulegur forseti, að ég hef nokkrar áhyggjur af ýmsu því sem sagt hefur verið í þessu sambandi. Þetta segi ég vegna þess að mér hefur fundist menn eiga erfitt með að fóta sig á siðferðissvellinu og gera sér grein fyrir að þagnarskylda heilbrigðisstétta er langt frá því að vera altæk. Frá henni eru undantekningar og í læknalögum og lögum um læknaráð, svo dæmi séu tekin, er beinlínis gert ráð fyrir að læknir rjúfi þagnarskylduna.”

Sjá nánar: Ræða heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta