Hoppa yfir valmynd
20. febrúar 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Fuglaflensa utan dagskrá á Alþingi

Víðtækt samráð stofnana og embætta hefur einkennt viðbragðsáætlun vegna fuglaflensu sem gæti hugsanlega borist til landsins. Þetta sagði Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við umræður utan dagskrár um fuglaflensu þar sem hann svaraði fyrirspurnum frá Jóni Bjarnasyni, VG, sem var málshefjandi. Ráðherra þakkaði í ræðu sinni gott samstarf embættismanna ráðuneyta, en viðbúnaðaráætlanir hafa verið undirbúnar í heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti sem hafa átt gott samstarf við landbúnaraðráðuneyti. Jón Kristjánsson sagði meðal annars í ræðu sinni: “Ég vil undirstrika og biðja menn að hafa hugfast, eða greina á milli flensusmits í fuglum sem getur við tilteknar aðstæður borist í menn, og svo hitt, heimsfaraldur þar sem smit berst frá manni til manns, þetta eru tvö mál, sem okkur bera að forðast að blanda saman.”

Sjá nánar: Ræða heilbrigðismálaráðherra - fuglaflensa   (pdf skjal 66 KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta