Heilbrigðismálaráðherra heimsækir stofnanir
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra heimsótti fyrst Lýðheilsustöð og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar af eigin raun og ræddi við starfsfólk hennar. Þegar heimsókninni á Lýðheilsustöð lauk heimsótti Siv Friðleifsdóttir hjúkrunarheimilið Eir þar sem ráðherra ræddi við vistmenn og starfsfólk og skoðaði aðstæður á hjúkrunarheimilinu. Með ráðherra í för voru ráðuneytisstjóri og aðstoðarmaður ráðherra. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, mun á næstu dögum heimsækja fleiri undirstofnanir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.