Hoppa yfir valmynd
19. september 2014 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mótun vinnumarkaðsstefnu

Bakgrunnsgögn
Bakgrunnsgögn

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd sem móta skal tillögu að vinnumarkaðsstefnu og skipulagi vinnumarkaðsmála hér á landi. Nefndinni er ætlað að skila ráðherra niðurstöðum sínum fyrir lok þessa árs.

Leiðarljós nefndarinnar á að vera að stuðla að velferð þeirra sem eru þátttakendur á vinnumarkaði og einnig að tryggja virka þátttöku flestra á vinnumarkaði til að auka samkeppnishæfni Íslands. Nefndinni er meðal annars ætlað að hafa hliðsjón af tillögum verkefnastjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þá á hún að kanna þörf fyrir sértækar vinnumarkaðsaðgerðir til að skapa störf í samræmi við menntun og skoða möguleika á aðgerðum til að laða sérhæft vinnuafl til starfa á innlendum vinnumarkaði.

Formaður nefndarinnar er Matthías Páll Imsland en í henni eiga sæti fulltrúar fjögurra ráðuneyta, Vinnumálastofnunar, Samtaka atvinnulífsins, heildarsamtaka launafólks (ASÍ, BSRB og BHM), Sambands íslenskra sveitarfélaga, fulltrúar þingflokka og fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Geðhjálpar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta