Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðastyrkir til sænsks-íslensks samstarfs

Nú eru til umsóknar ferðastyrkir til að styðja íslenska þátttakendur í sænsk-íslenskum samstarfsverkefnum.

Markmið Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi Svíþjóðar og Íslands á sviði menningar, menntunar og vísinda. Sjóðurinn var stofnaður 1995 í kjölfar gjafar Svía til Íslendinga á 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins 1994.

Sótt er um styrkinn á sérstöku eyðublaði á vef sjóðsins fyrir kl. 23:00 þann 1. mars 2022.

Tengiliður sjóðsins er Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta