Hoppa yfir valmynd
4. október 2023 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Lengdur umsóknarfrestur í Samstarf háskóla

Umsóknarfrestur í Samstarf háskóla hefur verið framlengdur til 31. október. Háskólar og samstarfsaðilar þeirra skila umsóknum til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins en áætlað er að úthluta allt að einum milljarði króna til verkefna sem snúa að auknu samstarfi háskóla á yfirstandandi ári. Opnað var fyrir umsóknir í júní sl.

Við mat á umsóknum verður horft til áætlaðs ávinnings af verkefnunum, nýnæmis þeirra og gæða verk- og kostnaðaráætlana. Framlög geta numið allt að 80% af heildarkostnaði verkefna. Í úthlutunarreglum er að finna nánari lýsingar á kröfum sem gerðar eru til umsókna.

Samstarf háskóla veitir íslenskum háskólum fjárhagslegan hvata til að auka samstarf sín á milli. Vonast er til þess að allir háskólarnir sjö sýni frumkvæði í greiningu á samstarfsmöguleikum sín á milli og sjálfstæði í vali verkefna sem styðja við nýsköpun og framfarir á háskólastigi.

Úthlutuninni er ætlað að styðja við stefnumörkun á háskólastigi og eru háskólar hvattir til að tengja umsóknir við þær áherslur sem hafa verið settar fram í stefnu stjórnvalda, t.a.m. stjórnarsáttmála, fjármálaáætlun og þingsályktunartillögu um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi. Að þessu sinni eru sex áherslur tilgreindar sem samstarfsverkefnum er ætlað að styðja við:

  • Sameiningu háskóla.
  • Stjórnsýslu, stoðþjónustu og nýtingu innviða til að auka gæði, hagkvæmni og skilvirkni.
  • Lausnir við samfélagslegum áskorunum svo sem loftslagsmál, heilbrigðisþjónustu og gervigreind.
  • Nýsköpun í háskólastarfi, svo sem með nútímalegri kennsluháttum, þverfaglegu námi og fjarnámi.
  • Alþjóðlega sókn íslenskra háskóla og alþjóðavæðingu.
  • Iðkun á þriðja hlutverki háskóla svo sem með áherslu á lýðræðislega umræðu, íslenskunám og fjölgun nema í háskólum með áherslu á fjölbreytni.

Hér má nálgast upplýsingar um samstarfsverkefni háskóla sem hlutu styrk í fyrri úthlutun.

Sjá einnig:

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta