Hoppa yfir valmynd
9. október 2023 Utanríkisráðuneytið

Íslenskum strandaglópum í Ísrael verður flogið heim frá Jórdaníu

Um 120 manna hópur Íslendinga í Ísrael, sem til stóð að farþegaflugvél á vegum íslenskra stjórnvalda myndi sækja til Tel Aviv, verða fluttir til Amman í Jórdaníu, þaðan sem hópnum verður flogið aftur heim til Íslands.

Eins og áður segir stóð til að sækja hópinn til Tel Aviv, en Icelandair ákvað í gær að lenda ekki á flugvellinum þar vegna nýs öryggismats. 

Íslendingahópurinn leggur af stað innan skamms frá Jerúsalem áleiðis til Amman og er stefnt að því að flogið verði þaðan til Íslands í kvöld.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta