Hoppa yfir valmynd
23. maí 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Átaksverkefni til aðstoðar fólki á öskuslóðum

Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun. 

Efnt var til sambærilegs verkefnis vegna eldgossins í Eyjafjallajökli síðastliðið sumar en nokkuð var liðið á gosið þegar verkefnið hófst. Nú er áhersla lögð á að hrinda verkefninu í framkvæmd sem allra fyrst, í samráði við aðgerðastjórn og sveitarfélög á svæðinu, svo aðstoðin komi að sem mestu gagni.

Fulltrúi velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar munu fljótlega funda með aðgerðastjórn og sveitarstjórum sveitarfélaga þar sem áhrif gossins eru hvað mest til að meta þörf fyrir aðstoð og ræða framkvæmd verkefnisins.

Laun þeirra sem ráðnir verða til verkefnisins verða samkvæmt kjarasamningum. Verkefnið verður fjármagnað með framlögum úr ríkissjóði og úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt reglum um átaksverkefni.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta