Nýr skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands
Hafliði er menntaður vélstjóri og rafvirkjameistari og lauk prófi í rafiðnfræði frá Háskólanum í Reykjavík (2013) og kennslufræði frá Háskóla Íslands (2021). Hann hefur kennt við Verkmenntaskóla Austurlands frá árinu 2013 og verið deildarstjóri rafiðndeildar skólans frá árinu 2016. Þá hefur Hafliði ýmsa stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu.
Verkmenntaskóli Austurlands er áfangaskóli sem býður upp á á verk- og bóknám, bæði styttri brautir og brautir til starfsréttinda og stúdentsprófs. Skólinn er til húsa í Neskaupstað en um 150 nemendur sækja þar nám í dagskóla og um 100 í fjarnámi. Verkmenntaskóli Austurlands var stofnaður árið 1986.