Hoppa yfir valmynd
20. mars 2024 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kallað eftir áformum um lagningu ljósleiðara

Fjarskiptastofa kallar eftir áformum fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara-aðgangsneta á þéttbýlisstöðum og í byggðakjörnum fyrir árslok 2026. Fjarskiptastofa, sem er undirstofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, greinir frá þessum áformum á heimasíðu sinni.

Skorað er á öll þau sem hafa áform um uppbyggingu ljósleiðara-aðgangsnets fyrir árslok 2026 að senda Fjarskiptastofu upplýsingar um áformin. Skilafrestur rennur út á hádegi föstudagsins 13. apríl næstkomandi.

Áformakönnun Fjarskiptastofu er að beiðni fjarskiptasjóðs í þeim tilgangi að leiða í ljós hvar slík aðgangsnet verða byggð upp á markaðsforsendum fyrir árslok 2026 og hvar ekki.

Allar nánari upplýsingar um könnunina er að finna á vef Fjarskiptastofu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta