Hoppa yfir valmynd
28. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Meðferð mála er varða mannanöfn flutt til Þjóðskrár

Samþykkt var í dag á Alþingi breyting á lögum um mannanöfn nr. 45/1996 sem felur í sér að framvegis verði mál er varða mannanöfn afgreidd af Þjóðskrá Íslands en ekki ýmist þar eða hjá ráðuneytinu eins og verið hefur um skeið. Breytingin var samþykkt með 43 atkvæðum en 20 þingmenn voru fjarstaddir.

Framvegis verður öllum umsóknum um breytingar á nöfnum beint til Þjóðskrár Íslands og þær beiðnir afgreiddar þar. Með þessari breytingu er lögfest verklag í nafnbreytingamálum sem viðhaft var frá 1. október 2007 til 30. júní 2010 og gafst vel.

Áfram verður heimilt fyrir ráðherra að veita nafnbreytingu samhliða veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Þessi breyting er í samræmi við markmið ráðuneytisins um að hvers kyns umsóknir skuli afgreiða sem oftast hjá stofnunum þess.

  • Sjá má nánar á vef Alþingis um afgreiðslu og umfjöllun lagafrumvarpsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta