Stutt við starf Rithöfundasambands Íslands
„Rithöfundasambandið gegnir mjög mikilvægu hlutverki – rithöfundar bera uppi bókmenningu okkar sem á ríkan þátt í að varðveita og þróa tungumálið. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að efla læsi og það kallar á samstarf við rithöfunda og RSÍ sem meðal annars staðið hefur að verkefninu „Skáld í skólum“. Það er brýnt samfélagslegt verkefni að efla læsi og tryggja framtíð íslenskunnar og þar stólum við á áframhaldandi frjótt samstarf við rithöfunda,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Félagsmenn Rithöfundasamband Íslands eru rithöfundar, handritshöfundar, leikskáld og þýðendur en tilgangur félagsins er meðal annars að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna og verja frelsi og heiður bókmenntanna. Rithöfundasambandið er aðili að Bandalagi íslenskra listamanna, Norræna rithöfunda- og þýðendaráðinu, Evrópska rithöfundaráðinu, Baltneska rithöfundaráðinu og Alþjóðlega rithöfundaráðinu. Félagar í Rithöfundasambandi Íslands eru rúmlega 570.