Hoppa yfir valmynd
3. mars 2025 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

CO2.is vefur íslenskra stjórnvalda hlýtur gullverðlaun FÍT

CO2.is upplýsingavefur stjórnvalda um Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hlaut á föstudag gullverðlaun FÍT í flokki vefhönnunar. Aðgerðaáætlunin, sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur utan um, var kynnt síðasta sumar. Vefurinn var hannaður af Kolibri, hönnunar- og hugbúnaðarstofu.

CO2.is var hannaður sem aðgengilegt leiðakerfið utan um nokkuð flóknar upplýsingar sem notendur geta kynnt sér af þeirri dýpt sem hentar hverjum og einum. Segir í mati dómnefndar að þar sé „snúið efni sett fram á frambærilegan og skilvirkan hátt. Góð lausn á upplýsingaöflun og aðgengilegt bæði fyrir almenning og fagfólk. Týpógrafían hæfir verkefninu vel sem er bæði smekklegt og fallegt. Eftirtektarverð smáatriði.“

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum samanstendur af 150 aðgerðum, sem stöðugt er unnið að endurmati og uppfærslu á, en á vefnum kemur skýrt fram hvaða aðgerðum stendur til að hrinda í framkvæmd og hvernig þær skiptast í mismunandi kerfi, flokka og undirflokka. Þá er fyrir hverja aðgerð undirstrikuð staða, tímalína og mælanlegt markmið um samdrátt í losun, sem veitir notendum upplýsingar um framgang áætlunarinnar.

www.co2.is

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta