Hoppa yfir valmynd
9. júní 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Reglugerð um sæstrengi og neðansjávarleiðslur tekur gildi

Við Reykjavíkurhöfn - mynd

Ný reglugerð um heimild til lagningar sæstrengja og neðansjávarleiðslna hefur tekið gildi.

Með útgáfu reglugerðarinnar er nú á einum stað yfirlit yfir þau leyfi og samþykki sem þarf að afla áður en heimild til slíkra framkvæmda er veitt, sem auðveldar framkvæmdaaðilum samskipti við opinbera aðila. Tilgreint er hvernig ganga skuli frá umsókn til Umhverfisstofnunar, sem getur veitt samþykki eða hafnað lagningu sæstrengs eða neðansjávarleiðslu, eða bundið slíka framkvæmd ákveðnum skilyrðum. Ákvörðun Umhverfisstofnunar má kæra til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál.

Reglugerðin er sett á grundvelli laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda og var unnin af Umhverfisstofnun í samráði við Samgöngustofu, Landhelgisgæslu Íslands, Skipulagsstofnun, Orkustofnun og Mannvirkjastofnun.

Reglugerð nr. 600/2018 um heimild til lagningar sæstrengja og neðansjávarleiðslna


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta