Hoppa yfir valmynd
13. maí 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Drög að nýrri lyfjastefnu til umsagnar

Lyf
Lyf

Óskað er eftir umsögnum um drög að lyfjastefnu til ársins 2020 sem birt hefur verið á vef velferðarráðuneytisins. Stefnumótunin er hluti af vinnu sem fram hefur farið í nefnd sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra skipaði í byrjun þessa árs til að vinna að umbótum í lyfjamálum.

Í starfi nefndarinnar hefur verið tekið mið af fyrri stefnumótunarvinnu sem farið hefur fram á þessu sviði, áherslum heilbrigðisráðherra í lyfjamálum og þeirri þróun sem orðið hefur á sviði lyfjamála á liðnum árum. Í hnotskurn er markmiðið með nýrri stefnu hið sama og áður, þ.e. „að tryggja örugga og skynsamlega notkun lyfja á sem hagkvæmustu verði fyrir notendur og hið opinbera“ en þessar áherslur endurspegla meginmarkmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og markmið lyfjalaga nr. 93/1994.

Drög að lyfjastefnu eru byggð á þremur meginstoðum sem eru að:

  • Tryggja öruggt aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfjum.
  • Tryggja öryggi, gæði og virkni lyfja og lyfjaþjónustu.
  • Tryggja skynsamlega og hagkvæma notkun lyfja.

Lögð eru til eftirfarandi gildi nýrrar lyfjastefnu sem eru; ábyrgð, gæði, hagkvæmni, skilvirkni, jöfnuður og réttlæti.

Öllum er frjálst að senda inn umsagnir og er skilafrestur til 28. maí 2015.

Umsagnir skal senda með tölvupósti á netfangið [email protected] og skrá í efnislínu: „Umsögn um drög að lyfjastefnu.“

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta