Hoppa yfir valmynd
15. maí 2015 Innviðaráðuneytið

Ekki fallið frá frumvarpi um stofnframlög

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur ekki fallið frá áformum sínum um að leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um stofnframlög vegna stuðnings við félagslegt húsnæði. Fréttir fjölmiðla um að frumvarpið hafi verið dregið til baka eiga ekki við rök að styðjast.

„Í umfjöllun um húsnæðismál hef ég ítrekað vísað til þess að stjórnvöld verði að standa fyrir aðgerðum sem orðið geta til þess að fjölga valkostum á húsnæðismarkaði, meðal annars með því að styðja við uppbyggingu á virkum leigumarkaði. Ég hef einnig sagt að slíkar aðgerðir gætu orðið til þess að greiða fyrir kjarasamningum og þau mál hafa verið til skoðunar að undanförnu. Ekki er hægt að segja fyrir hvort breytingar verði gerðar á frumvarpinu en það mun skýrast á næstunni. Reynslan kennir að framfarir í félagslega húsnæðiskerfinu verða ekki án aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og fyrir baráttu hennar" segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta