Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2012 Utanríkisráðuneytið

Ljósmyndir, munir og fræðsluefni um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nagasaki 1945

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki árið 1945 og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu á morgun, fimmtudaginn 9. ágúst, kl. 19.30. Hún verður opin það kvöld til kl. 22.00, en þá geta gestir gengið til Tjarnarinnar þar sem kertafleyting í minningu fórnarlambanna hefst kl. 22.30. Við kertafleytinguna við Tjörnina flytur Inosuke Hayasaki ávarp, en hann lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki. Hann flytur einnig opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands í dag miðvikudag kl. 17.15 í Odda 101.

Á sýningunni eru munir frá atburðunum, ljósmyndir og fræðsluefni.  Ennfremur er fjallað er um skammtíma- og langtímaáhrif kjarnorkusprenginga á líf og heilsu, áhrif tilrauna með kjarnavopn á menn og dýr og um tilraunir til samningagerðar á alþjóðavettvangi um takmörkun og eyðingu kjarnavopna. Í tengslum við sýninguna verður opnuð heimasíða, http://www.HirosimaNagasaki.is, og efnt til margs konar viðburða

Sýningin kemur hingað frá Nagasaki minningarsafninu. Samstarfsaðilar á Íslandi eru utanríkisráðuneytið,  Borgarbókasafn Reykjavíkur, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Menningarhúsið Hof  á Akureyri, sendiráð Japans á Íslandi, Íslensk-japanska félagið, Takanawa ehf. og Samstarfshópur friðarhreyfinga. Sýningin verður í Borgarbókasafninu til 13. september, í Háskóla Íslands frá 14. september til 9. október og í Hofi  á Akureyri 13.-29. október.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta