Hoppa yfir valmynd
15. mars 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ráðstefna um framtíð myndlistar

Myndlistarmiðstöð heldur í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið ráðstefnu um framtíð myndlistar. Ráðstefnan fer fram á morgun í Safnahúsinu Listasafni Íslands frá 13 til 17 og hefur yfirskriftina Horft til framtíðar.

Ný myndlistarstefna stjórnvalda til ársins 2030 mun brátt líta dagsins ljós. Þann 22. febrúar var mælt fyrir  þingsályktunartillögu um stefnuna á Alþingi og er hún nú til umfjöllunar hjá allsherjar- og menntamálanefnd. 

Af því tilefni var ákveðið að skapa vettvang til að skoða myndlistarumhverfið hér á landi frá ýmsum sjónarhornum og til lengri tíma. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra flytur ávarp á ráðstefnunni. 

Frummælandi ráðstefnunnar Horft til framtíðar í Safnahúsinu á morgun er Pari Stave, forstöðukona Skaftfells. Pari flutti frá New York til Seyðisfjarðar árið 2022 en hún starfaði áður sem sýningarstjóri hjá Metropolitan safninu í New York.

Aðrir ræðumenn verða Bjarki Bragason, myndlistarmaður og deildarforseti Myndlistadeildar LHÍ, Veronika Balcerak, myndlistarmaður og nemi í útskriftarárgangi bakkalárs náms í myndlist við LHÍ, Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og Ingibjörg Sigurjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningarstjóri.

Að framsögum loknum mun Ingibjörg Jóhannesdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands stýra pallborðsumræðum. Ráðstefnustjóri er Dorothée Kirch, sjálfstætt starfandi verkefnastjóri.

 

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér fyrir neðan.

13:00 Ávarp ráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir

13:15 Inngangur, Dorothée Kirch

13:30 Pari StaveAustere Eden: Iceland as a destination for creativity

14:00 Hlynur Hallsson

14:15 Veronika Balzerak

14:30 Kaffihlé

14:50 Bjarki Bragason

15:05 Ingibjörg Sigurjónsdóttir

15:20 Umræður, Ingibjörg Jóhannsdóttir stýrir

16:00 Léttar veitingar

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta