Hoppa yfir valmynd
28. mars 2018 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrita samninginn - mynd

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrituðu samninginn, sem hljóðar upp á 5,9 m.kr.

Á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið hefur Mannréttindaskrifstofan um árabil annast slíka ráðgjöf, innflytjendum að kostnaðarlausu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni en á síðasta ári voru veitt 539 ráðgjafarviðtöl. Erindin eru af margvíslegum toga en flest þeirra snúa að ráðgjöf í tengslum við dvalar- og atvinnuleyfi. Einnig er mikið um að leitað sé eftir ráðgjöf í sifjamálum, þ.e. í tengslum við skilnað, forsjá og umgengnismál. Önnur mál snúa meðal annars að veitingu ríkisborgararéttar, atvinnumálum, málefnum hælisleitenda o.fl.

Lögfræðiráðgjöf Mannréttindaskrifstofu Íslands við innflytjendur er veitt í húsnæði skrifstofunnar, Túngötu 14, á þriðjudögum kl. 14-19 og á föstudögum kl. 9-14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720 eða í tölvupósti: [email protected].

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta