Hoppa yfir valmynd
23. mars 2007 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Verkefnisstjórn um verkefnaflutning milli ríkis og sveitarfélaga

Á árlegum samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var 16. febrúar síðastliðinn var ákveðið að hefja formlegar viðræður um að sveitarfélög taki að sér verkefni sem ríkið hefur á sinni könnu. Var einkum rætt um málefni fatlaðra og aldraðra.

Meginverkefni verkefnisstjórnar, sem var skipuð í dag, er að fjalla um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála.

Í verkefnisstjórninni eiga sæti:

  • Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti, formaður,
  • Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar,
  • Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi og varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga,
  • Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrarkaupstaðar,
  • Ólafur Hjálmarsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti,
  • Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.

 

Verkefnisstjórnin skal einnig stýra vinnu tveggja nefnda sem fjalla eiga um verkaskiptingu á sviði málefna fatlaðra annars vegar og hins vegar á sviði þjónustu við aldraða. Félagsmálaráðherra skipar í nefndina sem fjallar um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði málefna fatlaðra.

 

Í hópnum eiga sæti:  

  • Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyti, formaður,
  • Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi í Reykjavíkurborg,
  • Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar,
  • Elín R. Líndal, oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra,
  • Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur í félagsmálaráðuneyti,
  • Hallgrímur Guðmundsson, sérfræðingur í fjármálaráðuneyti.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta