Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfis- og auðlindaráðherra heldur kynningarfundi um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til funda með sveitarfélögum, umhverfisverndarsamtökum, ferðamálasamtökum og útivistarsamtökum þar sem kynnt verða drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að þjóðgarðarnir þrír, Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, verði sameinuð í eina stofnun sem og önnur friðlýst svæði landsins. Þá verði undirbúningur friðlýsinga, eftirlit á friðlýstum svæðum og stjórnun þeirra meðal verkefna hinnar nýju stofnunar.

Helstu markmið með stofnuninni er að efla náttúruverndarsvæði með einföldun stjórnkerfis, aukinni skilvirkni og samnýtingu þekkingar. Með yfirsýn yfir málefni friðlýstra svæða á einum stað skapast breiður vettvangur til heildstæðrar stefnumótunar til lengri tíma.

Í skipulagi og fyrirkomulagi stjórnunar stofnunarinnar er lögð áhersla á valddreifingu og aðkomu sveitarfélaga og samtaka almennings að stjórnun og stefnumótun svæðanna sem undir hana heyra.

Fundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum og dagsetningum:

Fundur 15. ágúst í félagsheimilinu Dalabúð, Búðardal kl. 15:30 – 17:30
Fundur 16. ágúst í Pakkhúsinu, Hólmavík kl. 15:30 – 17:30
Fundur 22. ágúst í Rauða kross salnum, Strandgötu 24, Hafnarfirði kl. 15:00 – 17:00
Fundur 23. ágúst á Hótel Kea, Akureyri kl. 15:30 – 17:30
Fundur 28. ágúst á Hótel Héraði, Egilsstöðum kl. 15:00 – 17:00
Fundur 3. september á Fosshótel Vatnajökli, Höfn í Hornafirði kl. 10:15 – 12:15
Fundur 3. september í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli kl. 17:00 – 19:00


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta