Hoppa yfir valmynd
15. september 2006 Innviðaráðuneytið

Athugun Eurocontrol hafin

Fulltrúar Eurocontrol, evrópsku flugstjórnarstofnunarinnar, komu til Reykjavíkur á dögunum til að hefja undirbúning að úttekt sinni á vinnuaðstæðum og vaktakerfi flugumferðarstjóra hjá Flugmálastjórn Íslands.

Sturla Böðvarsson lagði til á fundi með fulltrúum Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Flugmálastjórnar Íslands 1. ágúst að utanaðkomandi aðili yrði fenginn til verksins. Var fljótlega ákveðið að leita til Eurocontrol eftir liðsinni.

Tveir sérfræðingar Eurocontrol ræddu í vikunni við fulltrúa Félags íslenskra flugumferðarstjóra, Flugmálastjórnar Íslands og samgönguráðuneytis og kynntu þeir ákveðið vinnulag. Fulltrúar beggja aðila samþykktu vinnuáætlun Eurocontrol og verður unnið eftir henni næstu vikurnar. Óvíst er hversu langan tíma verkið tekur en stefnt að því að hraða því svo sem kostur er.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta