Í fastanefndum Íslands, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands hjá Sameinuðu þjóðunum flugu tíst út og suður í tilefni af degi Norðurlandanna þann 23. mars sl. Nutu fastanefndirnar samstarfs við Mannfjöldastofnun SÞ (UNFPA), sem stýrði viðburðinum af kostgæfni. Svarað var fjölmörgum spurningum um jafnréttismál á tístreikningum fastafulltrúana og voru um 70.000 manns sem litu við í tístheimum af tilefninu. Hafði ólyginn á orði að svör Íslands hefðu borið af en fyrir þau sem vilja sannreyna má skoða yfirlit yfir hápunkta umræðunnar hér: https://bit.ly/3f8pgCt