Hoppa yfir valmynd
26. júlí 2023 Utanríkisráðuneytið

Malavískir strákar ætla sér sigur á Rey Cup

Opnunarhátíð Rey Cup verður haldin síðdegis og fyrstu leikirnar á mótinu fara fram í fyrramálið. Íslenskir fjölmiðlar hafa að vonum vakið athygli á komu knattspyurnuliðs frá Malaví. Liðið kemur hingað fyrir tilstilli tveggja Íslendinga sem báðir hafa tengsl við sendiráð Íslands í Lilongve, höfuðborg Malaví, en Ísland hefur átt í samstarfi við stjórnvöld í Malaví í rúma þrjá ártugi á sviði þróunarsamvinnu.

Í frétt RÚV í gær segja malavísku strákarnir að þeir ætli sér sigur á Rey Cup en í mótinu taka þátt 134 lið skipuð strákum á aldrinum 14 til 16 ára. Malavísku strákarnir spila með liði knattspyrnuakademíunnar Ascent Soccer í Malaví, einu knattspyrnuakademíunni í landinu, og flestir drengjanna hafa alist upp við mikla fátækt eins og þorri íbúa landsins. Í æfingaleikjum hafa þeir sýnt hvað í þá er spunnið, þeir unnu 3. flokk Aftgureldingar 5-0 og 3. flokk Víkings 5-1 í gær.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með frammistöðu þeirra á sjálfu mótinu.

 

Frétt RÚV

Frétt Vísis

Frétt Mbl

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta