Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Umsóknarferli Ísland ljóstengt 2017 - nýjar dagsetningar

Sveitarfélögum sem sendu inn gögn vegna A hluta umsóknarferlis Ísland ljóstengt 2017 er veittur aukinn frestur til þess að undirbúa og skila inn styrkumsóknum vegna B hluta.

Nýjar dagsetningar eru eftirfarandi:

  • 26. janúar 2017 kl. 13:00: Fyrirspurnarfresti vegna styrkumsókna í B hluta lýkur.
  • 27. janúar 2017: Móttaka styrkumsókna í B hluta hefst.
  • 1. febrúar 2017 kl. 13:00: Móttöku styrkumsókna í B hluta lýkur. Umsóknir verða þá lesnar upp á opnunarfundi. Niðurstaða birt í kjölfarið á vef fjarskiptasjóðs.
  • 10. febrúar 2017 kl. 13:00: Lokafrestur fyrir sveitarfélög til að skuldbinda sig til að þiggja eða hafna styrk.
  • 17. febrúar 2017: Endurúthlutun styrkja lýkur, reynist þess þörf.
  • Febrúarlok 2017: Undirritun samninga milli fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga vegna styrkveitinga 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta