Umsóknarferli Ísland ljóstengt 2017 - nýjar dagsetningar
Sveitarfélögum sem sendu inn gögn vegna A hluta umsóknarferlis Ísland ljóstengt 2017 er veittur aukinn frestur til þess að undirbúa og skila inn styrkumsóknum vegna B hluta.
Nýjar dagsetningar eru eftirfarandi:
- 26. janúar 2017 kl. 13:00: Fyrirspurnarfresti vegna styrkumsókna í B hluta lýkur.
- 27. janúar 2017: Móttaka styrkumsókna í B hluta hefst.
- 1. febrúar 2017 kl. 13:00: Móttöku styrkumsókna í B hluta lýkur. Umsóknir verða þá lesnar upp á opnunarfundi. Niðurstaða birt í kjölfarið á vef fjarskiptasjóðs.
- 10. febrúar 2017 kl. 13:00: Lokafrestur fyrir sveitarfélög til að skuldbinda sig til að þiggja eða hafna styrk.
- 17. febrúar 2017: Endurúthlutun styrkja lýkur, reynist þess þörf.
- Febrúarlok 2017: Undirritun samninga milli fjarskiptasjóðs og sveitarfélaga vegna styrkveitinga 2017.