Niðurstaða styrkúthlutunar vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017
Eftirtalin 24 sveitarfélög hafa staðfest formlega að þau vilji ganga til samninga við fjarskiptasjóð um ráðstöfun á tilgreindum styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum. Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika.
Sveitarfélag | Styrkupphæð: |
Akraneskaupstaður | 2.936.250 kr. |
Breiðdalshreppur | 19.350.000 kr. |
Dalabyggð | 8.680.000 kr. |
Djúpavogshreppur | 8.474.661 kr. |
Fjarðabyggð | 9.280.079 kr. |
Fljótsdalshérað | 2.895.260 kr. |
Grindavíkurbær | 10.000.000 kr. |
Grundarfjarðarbær | 15.468.559 kr. |
Hrunamannahreppur | 24.860.000 kr. |
Kjósarhreppur | 25.000.000 kr. |
Langanesbyggð | 6.000.000 kr. |
Rangárþing eystra | 62.750.000 kr. |
Rangárþing ytra | 16.920.000 kr. |
Reykhólahreppur | 19.000.000 kr. |
Skaftárhreppur | 9.075.000 kr. |
Skorradalshreppur og Borgarbyggð | 16.417.191 kr. |
Snæfellsbær | 46.498.000 kr. |
Strandabyggð | 11.000.000 kr. |
Sveitarfélagið Hornafjörður | 26.395.000 kr. |
Sveitarfélagið Skagafjörður | 53.510.980 kr. |
Sveitarfélagið Skagaströnd | 1.489.020 kr. |
Vopnafjarðarhreppur | 25.000.000 kr. |
Þingeyjarsveit | 29.000.000 kr. |
Samtals: | 450.000.000 kr. |
Einnig liggur fyrir að stórum hluta sérstaks 100 m.kr. byggðastyrks til handa stjálbýlli sveitarfélögum sem tilkynnt var um í frétt 26. janúar sl. verður jafnframt ráðstafað til ljósleiðaravæðingar á þessu ári. Ráðuneytið mun gera sjálfstætt samkomulag við sveitarfélög um þá ráðstöfun. Einstaka sveitarfélög hyggjast nýta úthlutaðan byggðastyrk síðar.