Tysabri meðferð
Fimmtíu og þrír sjúklingar fá svokallaða tysabri-meðferð á Landspítalanum og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þetta kemur m.a. fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.
Í svari heilbrigðisráðherra kemur einnig fram að ekki hafi verið gerðar samanburðarrannsóknir á Tysabri og eldri lyfjum sem fyrirbyggjandi meðferð við MS-sjúkdómnum. Ekki sé komin eins mikil reynsla á lyfið og eldri lyf við MS-sjúkdómnum þótt það virðist lofa góðu. Þá segir í svari heilbrigðisráðherra að neikvæð áhrif í tysabri meðferðar séu nokkur tilvik af lífshættulegri heilabólgu og er sagt að það hafi m.a. seinkað skráningu lyfsins á sínum tíma og að einmitt þetta hafi leitt til þess að farið er mjög varlega í að beita því.
Sjá nánar á vef Alþingis