Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Ekki greitt fyrir bólusetningu

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínainflúensunni verði öllum að kostnaðarlausu.

Heilbrigðisráðherra hefur þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn inflúensu A(H1N1) frá og með mánudegi 16. nóvember.

Sóttvarnalæknir hvetur vanfærar konur og þá sem eru með „undirliggjandi sjúkdóma“ til að panta þegar í stað tíma fyrir bólusetningu á næstu heilsugæslustöð. Þá er eindregið mælst til þess að aðstandendur barna, ungmenna og aldraðra með „undirliggjandi sjúkdóma“ sjái til þess að viðkomandi láti bólusetja sig.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta