Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Ungt fólk án atvinnu - virkni þess og menntun

Vinnuhópur sem settur var á fót í september til að fjalla um aðgerðir til að stuðla að virkni atvinnulausra hefur skilað tillögum sínum. Það voru félags- og tryggingamálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra komu á fót vinnuhópinn og fólu honum að fjalla um þau úrræði sem stæðu til boða fólki, sem misst hafði atvinnu sína, að kanna námsmöguleika þess og að gera tillögur um úrbætur.

Aflað var viðamikilla upplýsinga um hagi atvinnulausra og þær greindar. Sérstök áhersla var lögð á að greina aðstæður ungs fólks án atvinnu, enda er atvinnuleysi hlutfallslega mest meðal fólks undir þrítugu. Reynsla annarra norrænna ríkja hefur sýnt að félagslegar og heilsufarslegar afleiðingar atvinnuleysis eru alvarlegastar hjá þeim sem minnsta menntun hafa og jafnframt að varanleg neikvæð áhrif langtímaatvinnuleysis eru mest hjá ungu fólki. Skýrslan gefur greinagóða mynd af ástandinu og gefur til kynna hvernig það kynni að þróast áfram og hverjar afleiðingar þess gætu orðið fyrir samfélagið.

Sjá nánar á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta