Hoppa yfir valmynd
10. desember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra hittir fulltrúa sjúkraliðafélagsins

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hélt í dag fund með fulltrúum ungliðadeildar sjúkraliða og sjúkraliðafélagsins til að fara yfir stöðuna í heilbrigðisþjónustunni.

Kristín Guðmundsdóttir og Birkir Högnason
Kristín Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ, og Birkir Högnason, formaður Ungliðadeildar SLFÍ

Heilbrigðisráðherra brást með fundinum við ályktun Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands þess efnis, að álag á starfsfólk Landspítala, einkum sjúkraliða, hefði aukist svo mjög að ógnaði „bæði öryggi og heilsu heilbrigðisstarfsmanna og auki til muna hættu á að alvarleg mistök eða slys hljótist af. Þannig séu bein tengsl milli öryggis starfsmanna og skjólstæðinga þeirra“, eins og segir í ályktun ungliðadeildarinnar.     

Fulltrúar sjúkraliða hitta heilbrigðisráðherra 

Gunnar Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri SLFÍ, Kristín Guðmundsdóttir, formaður SLFÍ,
og Birkir Högnason, formaður Ungliðadeildar SLFÍ hittu heilbrigðisráðherra og embættismenn

Á fundinum gerði ráðherra grein fyrir afstöðu sinni og fulltrúar sjúkraliða komu á framfæri athugasemdum sínum. Ráðherra greindi fulltrúum SLFÍ frá því að hún hefði þegar ritað landlækni bréf þar sem hún óskaði eftir mati landlæknisembættisins á stöðu öryggismála á Landspítala. Tilefnið væri ályktun Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands og sagðist heilbrigðisráðherra vænta svars innan tíu daga.       

heilbrigðisráðherra fól landlækni að kanna stöðu öryggismála á LSH 
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, fól í dag landlækni að kanna stöðu öryggismála á Landspítala 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta