Hoppa yfir valmynd
16. desember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Viðurkenning til baráttufólks gegn tóbaki - óskað eftir tilnefningum

Reyksíminn og Lýðheilsustöð veita viðurkenningu einstaklingi eða hópi sem lagt hefur sitt af mörkum í tóbaksvörnum eða tóbaksmeðferð.

Viðurkenningu hlýtur heilbrigðisstarfsmaður eða hópur heilbrigðisstarfsmanna sem aðstoðað hefur fólk við að hætta að reykja.

Einnig hlýtur einstaklingur, t.d. stjórnmálamaður, fréttamaður eða hver sá, sem á opinberum vettvangi hefur unnið sérstaklega að tóbaksvörnum á Íslandi.

Óskað er eftir tilnefningum einstaklinga og/eða hópa sem eiga skilið að hljóta viðurkenningu fyrir starf sitt að tóbaksvörnum og tóbaksmeðferð.

Með viðurkenningunum er vakin athygli á því að á Íslandi er fjöldi fólks sem hefur unnið ötullega að tóbaksvörnum og tóbaksmeðferð og á heiður skilið fyrir störf sín.

Tekið er á móti tilnefningum til 31. desember 2009
Vinsamlega sendið tilnefningar:

www.lydheilsustod.is/reyklaus2009

www.reyklaus.is

Einnig má senda tölvupóst á: [email protected]

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta