Samstarfssamningur um rannsóknirnar Ungt fólk á Austurlandi
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, skrifaði í dag undir samstarfssamning um æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk á Austurlandi ásamt Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, Páli Björgvini Guðmundssyni bæjarstjóra Fjarðarbyggðar, Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík og Hrefnu Pálsdóttur frá Rannsóknum og greiningu.
Um er að ræða endurnýjun á samstarfssamningi frá árinu 2006 en þá voru miklar breytingar í sveitarfélögunum í kjölfarið á undirbúningi og framkvæmdum við virkjun og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi. Sveitarfélögin vildu fylgjast sérstaklega með áhrifum þessa á ungt fólk og nota niðurstöður rannsóknanna til að styrkja faglegan grundvöll stefnumótunar í málefnum barna og ungmenna.