Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2019 Innviðaráðuneytið

Ráðherra hitti nýja ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri, ásamt nýrri ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. - mynd

Ný ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga kom saman til fyrsta fundar 30. janúar sl. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var gestur á fyrsta fundi og ræddi við nefndarmenn um hlutverk sjóðsins og áherslur.

Fram kom í máli ráðherra að starfshópur hefði nýverið hafið vinnu við mótun stefnu fyrir sveitarstjórnarstigið. Meðal viðfangsefna væri að taka afstöðu til þess hver þyrfti að vera lágmarksstærð sveitarfélaga svo þau væru betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. Horft verði til umbótaverkefna sem unnið hefur verið að síðustu misserin en mikilvægar umbótatillögur sé að finna bæði í skýrslu nefndar um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins og skýrslu um starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs. Þá kom fram í máli ráðherra að jafnframt sé unnið í nefndum að málum er varða hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga og um fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.

Að lokum gat ráðherra þess að unnið sé að mótun nýrra reglna Jöfnunarsjóðs varðandi aðkomu sjóðsins að stuðningi við sameiningar sveitarfélaga og hafi hann lagt á það áherslu að stuðningur sjóðsins við sameiningar verði aukin til muna.

Skipað í nýja ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta