Hoppa yfir valmynd
15. september 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpunarþing 2022 haldið 20. september – Hugvitið út!

Nýsköpunarþing er árlegur viðburður þar sem umfjöllunarefni hverju sinni tengist rannsóknum, þróun og markaðsmálum. Yfirskrift Nýsköpunarþings í ár er Hugvitið út! – Hvernig verður hugvit stærsta útflutningsgrein Íslands?, en umræðuefni þingsins er ávallt valið með það í huga að ýta undir skilning á samspili vísinda, tækni og þekkingar annars vegar og vöruframleiðslu og markaðsstarfi hins vegar. Nýsköpunarverðlaun Íslands eru einnig veitt á Nýsköpunarþingi.

Íslandsstofa, Rannís, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hugverkastofan standa að viðburðinum sem fram fer í Grósku milli kl. 13:30 og 15:00 þriðjudaginn 20. september. Hægt verður að fylgjast með í streymi og á staðnum, en gestir þurfa að skrá sig. Aðgangur er ókeypis og opið er fyrir skráningar hér.

Dagskrá Nýsköpunarþings í ár er fjölbreytt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnar viðburðinn með ávarpi og veitir Nýsköpunarverðlaun Íslands 2021 og 2022. Meðal dagskrárliða er einnig erindið Undirstöður og drifkraftar verðmætasköpunar á grunni hugvits sem Dr. Ari Kristinn Jónsson, forstóri AwareGo, flytur og Nýsköpun felst í mannauðnum með Elínu Maríu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðssviðs hjá Controlant.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta