Hoppa yfir valmynd
29. október 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýr styrkur til framhaldsnáms í Bretlandi

Stjórnvöld á Íslandi og í Bretlandi hafa samið um nýjan Chevening-styrk sem sérstaklega er ætlaður íslenskum nemendum sem hyggja á meistaranám í STEM-greinum, t.d. tækni-, verk- og stærðfræði. Styrkurinn verður í boði frá og með næsta ári.

„Við höfum lagt ríka áherslu á áframhaldandi samstarf við Bretland á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar og það gleður mig mjög að þessi styrkur sé í höfn. Það er okkar samfélagi brýnt að íslenskum námsmönnum bjóðist fjölbreytt og spennandi tækifæri til frekara náms erlendis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Styrkurinn er meðal annars tilkominn vegna samstarfs íslenskra stjórnvalda sem fjallað er um í samkomulagi Íslands og Bretlands sem undirritað var í júlí. Í samkomulaginu er einnig kveðið á um að Jafnframt verður stofnaður verðir nýr sjóður til styrktar íslenskum nemendum sem vilja stunda framhaldsnám eða rannsóknir í Bretlandi á öllum fagsviðum. Þá verður settur á fót sérstakur árlegur samráðsvettvangur íslenskra og breskra háskóla- og vísindastofnana. Honum er ætlað að auka og efla rannsóknasamstarf þjóðanna og auðvelda gerð samstarfssamninga vegna skiptináms á milli ríkjanna.

„Viðræður um framtíðarsamband Íslands og Bretlands eftir útgöngu þeirra Evrópusambandinu voru mjög umfangsmiklar. En eitt af forgangsmálum íslenskra stjórnvalda var að tryggja að íslenskir námsmenn og fræðafólk hefði áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi,“ segir ráðherra.

Nánar má fræðast um Chevening-styrkina hér. Vakin er athygli á því að umsóknafrestur vegna hefðbundins styrks er til 3. nóvember nk. Fyrirkomulag nýja styrksins verður nánar kynnt á þeirri heimasíðu og á vefnum Farabara.is þar sem nálgast má upplýsingar um þá náms- og styrkjakosti sem í boði eru erlendis.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta