Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ný reglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.).

Félagsmálaráðherra hefur sett nýja reglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.). Reglugerðardrögin voru samin af sérfræðingum Barnaverndarstofu, sbr. ákvæði barnaverndarlaga þar að lútandi. Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 91. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.

Endurskoða þurfti reglur á þessu sviði þar sem aðlaga þurfti reglurnar að þeirri flokkun sem barnaverndarlögin frá árinu 2002 gera ráð fyrir. Enn fremur voru skilgreiningar og skýringar gerðar ítarlegri. Reglugerð þessari er ætlað að koma í stað reglugerðar nr. 562/2000 um einkaheimili sem taka börn til dvalar í atvinnuskyni í allt að sex mánuði og reglna nr. 401/1998 um heimili og stofnanir fyrir börn samkvæmt 1.–3. mgr. 51. gr. laga um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995.

Gildissvið reglugerðar þessarar eru leyfisveitingar og fleiri atriði er varða vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda á einkaheimilum eða öðrum heimilum samkvæmt ákvæði 91. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002.

Kafli I tekur til sameiginlegra atriða og skilyrða sumardvalar á einkaheimilum og öðrum heimilum sem félagasamtök eða aðrir aðilar fá leyfi til að setja á laggirnar til að taka á móti börnum til sólarhringsdvalar til umönnunar, stuðnings, afþreyingar eða hollra tómstunda. Má þar nefna reglur um ábyrgð og upplýsingar auk verkefna barnaverndarnefnda.

Efni II. kafla tekur til sumardvalar á einkaheimilum en með sumardvöl er átt við dvöl á einkaheimili gegn gjaldi í allt að þrjá mánuði yfir sumartíma á vegum annarra en barnaverndarnefnda, þ.e. á vegum foreldra eða þeirra sem fara með forsjá eða umsjá barns.

Efni III. kafla tekur til annarra heimila en með því er átt við önnur heimili sem félagasamtök eða aðrir aðilar fá leyfi til að setja á laggirnar til að taka á móti börnum til sólarhringsdvalar til umönnunar, stuðnings, afþreyingar eða hollra tómstunda á vegum annarra en barnaverndarnefnda, þ.e. á vegum foreldra eða þeirra sem fara með forsjá eða umsjá barns. Hér undir falla staðir þar sem fram fer saman eða hvort í sínu lagi meðferð, tómstundastarf, námskeiðahald eða önnur óskilgreind umönnun, svo sem sumarbúðir, reiðskólar og neyðarathvörf.

Reglugerðin hefur verið birt og tekur strax gildi. Hún hefur númerið 366/2005.

Skjal fyrir Acrobat ReaderReglugerð um vistun barna á vegum annarra en barnaverndarnefnda samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga (sumarbúðir o.fl.) nr. 366/2005.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta