Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Styrkjum úthlutað úr Grænlandssjóði fyrir árið 2024

Mynd: Norden.org - myndNorden.org

Sex verkefni hljóta styrk úr Grænlandssjóði árið 2024 að upphæð 4.160.000. Verkefnin eru sumarskóli, æfingaferð, listsýning, fræðsluþing, námskeiðahald og þátttaka á Reykjavíkurleikunum.

Hlutverk Grænlandssjóðs er að efla samskipti Grænlands og Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem geta stuðlað að auknum samskiptum Grænlendinga og Íslendinga.

Hæsta styrkinn, 1.000.000 krónur, hlýtur Anna Kolfinna Kuran í samvinnu við Nuuk Nordisk Festival vegna æfingahalds og listsýningar á Nordisk Kulturfestival í Nuuk haustið 2025.

Traustur kjarni, í samvinnu við Kofoeds Skole í Nuuk, hlýtur 860.000 kr. vegna námskeiðahalds um þróun geðheilbrigðismála.

Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, hlýtur 750.000 kr. til að halda sumarskóla í Kuummiiut.

Shotokan Karate-Do, í samvinnu við íslensk karatefélög, hlýtur styrk upp á 600.000 kr. vegna æfingaferðar til Íslands.

Nuuk svømmeklub, í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, hlýtur 600.000 kr. vegna þátttöku í Reykjavíkurleikunum.

Félag heyrnarlausra, í samvinnu við Kalaallit Tusilartut Kattuffiat, sem er hliðstætt félag á Grænlandi, hlýtur 350.000 til þess að halda fræðsluþing á Grænlandi haustið 2024.

Grænlandssjóður starfar samkvæmt lögum nr. 108/2016. Stjórn Grænlandssjóðs er skipuð Karítas Ríkharðsdóttur formanni sjóðsstjórnar Bryndísi Haraldsdóttur fulltrúa Alþingis og Óttari Makuch Guðlaugssyni fulltrúa utanríkisráðuneytis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta