Starfshópur um einn feril húsnæðisuppbyggingar
Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp um einn feril húsnæðisuppbyggingar. Verkefni hópsins er að gera tillögur að umbótum varðandi ólík ferli varðandi skipulags- og byggingarmál tengdum uppbyggingu á húsnæði, ýmist í verklagi eða regluverki. Hópurinn á að skila tillögur fyrir lok maí nk.
Hópnum er falið að fara yfir niðurstöður fyrirliggjandi vinnu varðandi ólík ferli skipulags- og byggingarmála og greina hvaða flöskuhálsar kunna að vera í kerfinu og hvaða þættir eru líklegir til að valda töfum.
Í starfshópnum sitja eftirtalin:
- Valdís Ösp Árnadóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis
- Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, fulltrúi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
- Vigfús Þór Hróbjartsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Þorvarður Lárus Björgvinsson, fulltrúi Samtaka iðnaðarins
- Ólafur Árnason, fulltrúi Skipulagsstofnunar
Verkefnisstjóri er Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi. Hópurinn mun eiga samtal við þá aðila sem koma að undirbúningi og uppbyggingu húsnæðis, s.s. fulltrúa uppbyggingaraðila, veitustofnana og sveitarfélaga.