Gróska í námsgagnagerð
Þróunarsjóður námsgagna stuðlar að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik,- grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Í ár var alls 52,3 millljónum kr. úthlutað til verkefnanna.
Forgangsatriði þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2021 voru:
• Námsefni er styður við heilsueflingu nemenda, andlega jafnt sem líkamlega heilsu.
• Námsgögn er styðja við aðlögun og íslenskunám innflytjenda
• Námsgögn sem miða að markvissri eflingu orðaforða og hugtakaskilnings í ýmsum námsgreinum. Sérstaklega er horft til frumkvöðlamenntunar og starfs-, iðn, og tæknináms.
Meðal þeirra verkefna sem hlutu styrki voru forritun í Python fyrir framhaldsskóla, alþjóðleg borgaravitund ungs fólks, útgáfa kennslubókar fyrir nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna, efnisfræði málmiðna og kynfræðsluspilið Sleikur.
Í stjórn Þróunarsjóðs námsgagna sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla auk fulltrúa ráðuneytisins.
Allir sem skrifa og útbúa námsefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, s.s. kennarar, sjálfstætt starfandi fræðimenn og útgáfufyrirtæki, geta sótt um í sjóðinn. Opnað verður fyrir umsóknir í desember næstkomandi og nánari upplýsingar má finna á vef Rannís sem annast umsýslu hans