Hoppa yfir valmynd
30. desember 2008 Forsætisráðuneytið

Samningur við sýslumann Snæfellinga um umsýslu þjóðlendumála

Forsætisráðuneytið og embætti sýslumanns Snæfellinga hafa undirritað samning til tveggja ára um að sýslumaður Snæfellinga annist í umboði ráðuneytisins tiltekin verkefni við umsýslu þjóðlendumála og vatns- og jarðhitaréttinda í eigu ríkisins.

Meðal verkefna sýslumannsembættisins er umsjón með skráningu þjóðlendna í fasteignaskrá og þinglýsingu réttinda til þeirra í þinglýsingabók, undirbúningur fyrir samráðsvettvang forsætisráðuneytis um stefnumótun í málefnum þjóðlendna, móttaka erinda um nýtingu í þjóðlendum ásamt gagnaöflun og annar undirbúningur fyrir umfjöllun og afgreiðslu forsætisráðuneytis. Ennfremur miðlun upplýsinga um þjóðlendur, svo sem til almennings, sveitarfélaga, fjölmiðla og sýslumannsembætta.

Markmið samningsins er að auka skilvirkni í stjórnsýslu þjóðlendna, svo og að auðvelda almenningi aðgengi að upplýsingum um þjóðlendur.

Embætti sýslumanns Snæfellinga hefur auglýst nýtt starf lögfræðings sem ætlað er að sinna verkefnum á grundvelli framangreinds samnings.

 

Reykjavík 30. desember 2008



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta