Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2020 Matvælaráðuneytið

Endurskoðun hafin á reglum um riðu o.fl.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett af stað vinnu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við að meta og endurskoða reglur og stjórnsýslu hvað varðar málefni riðu, varnarlínu búfjár, bótafyrirkomulags vegna búfjársjúkdóma og niðurskurðar og regluverk dýraheilbrigðis. Er nú unnið að nánari skilgreiningu og afmörkun verkefnanna í verkþætti.

Áformað er að ráðinn verði verkefnastjóra tímabundið til að sinna þessum verkefnum en áætlað er þeim verði lokið um mitt næsta ár. Ráðuneytið mun viðhafa samráð við Matvælastofnun, Landssamtök sauðfjárbænda og aðra hagsmunaaðila við vinnslu þessara verkefna.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta