Hoppa yfir valmynd
2. desember 2020 Utanríkisráðuneytið

Ný kjörræðisskrifstofa Íslands opnuð í Prag

Prag - myndDmitry Goykolov/Unsplash

Í gær, á fullveldisdegi Íslands, var ný kjörræðisskrifstofa Íslands í Prag opnuð í beinu vefstreymi. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunararsamvinnuráðherra, opnaði kjörræðisskrifstofuna formlega og þá flutti nýr kjörræðismaður Íslands í Prag, Klára Dvořáková, ávarp sem og Þórir Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi. 

Ísland er ekki með sendiráð í Tékklandi og því þjónar kjörræðisskrifstofan mikilvægu hlutverki við að aðstoða Íslendinga í Tékklandi, hvort sem þeir eru búsettir þar eða eru á ferðalagi, eiga þar viðskipti eða aðra hagsmuni. Þá gegnir kjörræðisskrifstofan mikilvægu hlutverki við að efla samskipti ríkjanna á sviði viðskipta og menningarmála. 

Á þriðja hundrað kjörræðismanna vinnur í þágu íslenskra hagsmuna út um allan heim. Þeir þiggja ekki laun fyrir störf sín og ber íslenska ríkið ekki kostnað af rekstri skrifstofa þeirra.

Hér má heyra opnunarávarp ráðherra:


Kveðja frá Klára Dvořáková, kjörræðismanni Íslands í Prag:


Ávarp Þóris Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Tékklandi:

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta