Hoppa yfir valmynd
14. júní 2013 Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra á starfsmannafundi Samgöngustofu

Innanríkisráðherra ávarpaði í morgun fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu, stjórnsýslustofnunar á sviði samgöngumála sem tekur  formlega til starfa 1. júlí. Ríflega 100 manns sátu fundinn.

Innanríkisráðherra ávarpaði fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu í morgun.
Innanríkisráðherra ávarpaði fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu í morgun.

Hermann Guðjónsson, sem verður forstjóri Samgöngustofu, bauð starfsmenn og gesti velkomna í upphafi fundar og gaf síðan ráðherra orðið. Á fundinum var einnig farið yfir skipulag Samgöngustofu og kynnt merki stofnunarinnar.

Innanríkisráðherra ávarpaði fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti stutt ávarp og hvatti starfsmenn til að nýta sér þau tækifæri sem framundan væru á þessum tímamótum, þegar ný stofnun tæki til starfa við þá endurskipulagningu á samgöngustofnunum sem ákveðin hefur verið. Sagði hún nýja og öfluga stofnun geta gert góða þjónustu enn betri og hvatti starfsmenn til að halda áfram á þeirri braut.

Innanríkisráðherra ávarpaði fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu í morgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta