Hoppa yfir valmynd
15. júní 2013 Innviðaráðuneytið

Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur til starfa

Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom saman til fyrsta fundar síns í gær í húsnæði nefndarinnar við Flugvallarveg í Reykjavík. Ný lög um rannsókn samgönguslysa tóku gildi 1. júní síðastliðinn og hefur innanríkisráðherra skipað nýja nefnd sem annast skal rannsókn samgönguslysa.

Með nýju lögunum er starfsemi þriggja rannsóknarnefnda sameinuð í eina, þ.e. Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar sjóslysa og Rannsóknarnefndar umferðarslysa og er heiti nefndarinnar framvegis Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Þrír rannsóknarstjórar

Þrír rannsóknarstjórar starfa fyrir nefndina, einn fyrir hvern slysaflokk. Þeir eru: Þorkell Ágústsson, verkfræðingur og rannsóknarstjóri flugslysasviðs. Hann er jafnframt rekstrarstjóri nefndarinnar. Jón Arilíus Ingólfsson, skipstjóri og rekstrarfræðingur, rannsóknarstjóri sjóslysasviðs, og Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur rannsóknarstjóri umferðaslysasviðs.

Annað starfsólk nefndarinnar eru Guðmundur Lárusson skipstjóri, Ragnar Guðmundsson, verkfræðingur, Sævar Helgi Lárusson verkfræðingur og Hulda Lilja Guðmundsdóttir móttökuritari.

Í Rannsóknarnefnd samgönguslysa eru 7 nefndarmenn og 6 varamenn þar sem einn nefndarmannanna er formaður. Nefndin er skipuð til fimm ára í senn. Formaður er Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri og vélaverkfræðingur. Aðrir nefndarmenn: Ásdís J. Rafnar hæstaréttarlögmaður, Bryndís Torfadóttir flugstjóri, Brynjólfur Mogensen læknir, Gestur Gunnarsson flugvirki, Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, og Ingi Tryggvason lögfræðingur.

Varamenn eru: Haraldur Sigþórsson verkfræðingur, Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur, Hörður Vignir Arilíusson flugumferðarstjóri, Inga Hersteinsdóttir verkfræðingur, Pálmi Kr. Jónsson vélfræðingur og Tómas Davíð Þorsteinsson framkvæmdastjóri.

Á myndinni eru flestir nefndarmenn, rannsóknarstjórar og starfsfólk nefndarinnar.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ásamt rannsóknarstjórum og starfsmönnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta